Kyle Walker-Peters, fyrrum leikmaður Southampton, hefur í raun verið niðurlægður af tyrknenska félaginu Besiktas.
Besiktas greindi frá því opinberlega að varnarmaðurinn væri ekki á leið til félagsins en hann var í viðræðum um kaup og kjör.
Walker-Peters hefur tvívegis beðið Besiktas um að bíða en hann vildi taka sinn tíma í að ákveða næsta skref þar sem hann er samningslaus.
Besiktas fékk nóg eftir skilaboð frá leikmanninum í dag og greindi frá því opinberlega sem er ekki algengt í fótboltanum.
Besiktas hefur ákveðið að hætta við að fá þennan 28 ára gamla leikmann og þarf hann því að finna sér annað félag fyrir næsta tímabil.
,,Kyle Walker-Peters er enn eina ferðina búinn að biðja um meiri tíma um að taka ákvörðun,“ sagði félagið á meðal annars.
,,Vegna þess höfum við ákveðið að hætta við þessi félagaskipti.“