Sögusagnir um að Emi Martinez færist nær Manchester United halda áfram og er fjallað um málið í heimalandi hans í dag.
Þar segir að klásúla sé í samningi Martinez sem gerir honum kleift að fara fyrir 21,6 milljón punda.
United er hins vegar tilbúið að borga aðeins meira en það til að skipta greiðslunum á nokkur ár.
Þetta er þekkt stærð í boltanum en þetta gerði Arsenal meðal annars til að fá Martín Zubimendi í sumar frá Sociedad, borgaði félagið 9 milljónum punda meira en klásúlan sagði til um. Fékk Arsenal þá að skipta greiðslum.
Í Argentínu segir að Martinez sé búinn að ganga frá öllu um kaup og kjör við United en markvörðurinn er landsliðsmaður Argentínu.