Cole Palmer, stjarna Chelsea, er ekki hrifinn af þeim bandaríska mat sem hann borðaði þar í landi í sumar.
Palmer og hans menn unnu HM félagsliða 2025 en Englendingurinn var magnaður í úrslitaleiknum gegn PSG og skoraði tvö mörk ásamt því að leggja upp eitt.
Hann er enginn aðdáandi matarins í Bandaríkjunum en Chelsea var þar í dágóðan tíma og spilaði marga leiki.
Palmer var mættur ásamt öðrum liðsfélögum sínum að svara spurningum og hafði þetta að segja um sína reynslu.
,,Ég prófaði ‘Chick-fil-A,'“ sagði Palmer á meðal annars en hann var svo sannarlega ekki hrifinn.
,,Þetta voru bakaðar baunir, ógeðslegt. Við erum með mun betri baunir á Englandi.“
What Cole Palmer really thinks about the American cuisine 🥶
🎥: jesusjr.ok/IG
GLOBAL HOME OF FOOTBALL | Live All Summer Long | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/9JFhdjyxee
— DAZN Football (@DAZNFootball) July 15, 2025