Brentford hefur nú hækkað verðmiða sinn á Bryan Mbeumo og vill félagið fá 70 milljónir punda. Frá þessu segir Guardian.
Manchester United hefur í margar vikur reynt að fá Mbeumo en það án árangurs.
United hefur hingað til talið að borga þurfi 65 milljónir punda fyrir framherjann frá Kamerún en sá verðmiði hefur nú hækkað.
Guardian segir að United ætli ekki að borga þessa upphæð og því gæti svo farið að Mbeumo fari ekki til United.
Mbeumo hefur hafnað bæði Newcastle og Tottenham og viljað fara til United en það gæti breyst nú þegar félögin ná ekki saman.