Bayer Leverkusen er tilbúið að losa sig við Granit Xhaka í sumar og hefur hann verið orðaður við nokkur félög.
Xhaka fór frá Arsenal fyrir tveimur árum og átti gott fyrsta ár hjá Leverkusen en hefur síðan hallað undan fæti.
Nú segja enskir miðlar ágætis líkur á því að Sunderland gangi frá kaupum á Xhaka sem er 32 ára gamall.
Sunderland er aftur komið upp í ensku úrvaldeildina en verðmiðinn á honum eru 10 milljónir punda.
Xhaka hefur verið orðaður við lið á Ítalíu og í Sádí Arabíu í sumar en gæti nú mætt aftur í enska boltann.
Xhaka á þrjú ár eftir af samningi sínum við Leverkusen en Erik ten Hag tók við þjálfun liðsins í sumar.