Arsenal hefur staðfest kaup sín á Olivia Smith frá Liverpool. Fara kaupin í sögubækurnar en Smith er dýrasti leikmaður í sögu kvennafótboltans.
Arsenal borgar 1,1 milljón punda fyrir þennan tvítuga sóknarmann frá Kanada.
Um er að ræða 181 milljón króna sem Arsenal rífur fram til að klófesta framherjann sem kom til Liverpool fyrir ári síðan.
Áður hafði Smith raðað inn mörkum í Portúgal fyrir Sporting Lisbon en nú fer hún til Arsenal sem er eitt besta lið í heimi.
Arsenal vann Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð og ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð þar sem allir leikir félagsins verða spilaðir á Emirates vellinum.