Napoli hefur látið Liverpool vita að félagið ætli ekki að kaupa Darwin Nunez og ætlar félagið að halla sér annað.
Napoli taldi á endanum að Nunez væri of dýr en hann var klár í að koma til Napoli.
Nunez er 26 ára gamall og hefur ekki náð flugi hjá Liverpool eftir að hafa komið frá Benfica.
Búist er við að Nunez fari frá Liverpool í sumar og er hann nú sterklega orðaður við lið í Sádí Arabíu.
Liverpool er farið að reyna að kaupa Alexander Isak framherja Newcastle og vilja því selja Nunez.