Alejandro Garnacho kantmaður Manchester United keyrir um götur Manchester á ólöglegum bíl, þetta kemur fram í enskum blöðum.
Garnacho mætti á æfingu í gær á Audi bifreið en ekki er búið að borga skatta og gjöld af bílnum sem átti að greiða árið 20224.
Samkvæmt reglum í Bretlandi má ekki keyra bíl sem ekki er búið að borga gjöldin af.
Garnacho mætti til æfinga síðdegis en honum er bannað að æfa á sama tíma og leikmannahópurinn, Ruben Amorim vill fá hann í burtu.
Garnacho, Marcus Rashford, Jadon Sancho og fleiri æfa síðdegis þegar Amorim og aðrir leikmenn eru farnir af svæðinu.