Leicester City er búið að ráða inn nýjan þjálfara en hann ber nafnið Marti Cifuentes og gerir tveggja ára samning.
Cifuentes er 43 ára gamall Spánverji en hann var síðast hjá Queens Park Rangers og gerði vel.
Spánverjinn hefur komið víða við á sínum ferli en Leicester er hans áttunda félag – hann byrjaði mjög ungur að þjálfa árið 2013.
Cifuentes er með það markmið að koma Leicester aftr í ensku úrvalsdeildina en liðið féll úr þeirri deild í vetur.
Hann tekur við af Ruud van Nistelrooy sem var ráðinn til starfa í vetur en náði ekki að snúa slæmu gengi liðsins við.