Brasilískt félag er tilbúið að borga 55 milljónir punda fyrir Richarlison, framherja Tottenham, í sumar en þetta kemur fram í frétt blaðamannsins Matheus Filipe.
Samkvæmt hans heimildum er Palmeiras búið að opna á viðræður við Richarlison um möguleg kaup í sumar.
Richarlison er Brasilíumaður en hann hefur alls ekki staðist væntingar hjá Tottenham eftir að hafa kostað 65 milljónir punda frá Everton á sínum tíma.
Palmeiras telur sig geta borgað 55 milljónir til enska félagsins og eru miklar líkur á að Tottenham samþykki það boð.
Richarlison byrjaði aðeins fjóra deildarleiki á síðustu leiktíð og að hluta til vegna meiðsla en hvort hann sé inni í myndinni hjá nýjum stjóra liðsins, Thomas Frank, er óljóst.