Cole Palmer, leikmaður Chelsea, fékk frábærar móttökur er hann heimsótti Sankti Kitts og Nevis eftir helgi.
Það vita það ekki allir en Palmer ber miklar taugar til landsins en öll föðurætt hans er frá karabísku eyjunni.
Palmer er vinsælasti leikmaðurinn þar í landi í dag en hann fagnaði nýlega sigri á HM félagsliða með Chelsea.
Palmer hefði getað spilað með landsliði eyjuþjóðarinnar en kaus frekar að leika fyrir England sem er skiljanlegur valkostur.
Hann heimsótti fæðingarstað afa síns stuttu eftir sigurinn á HM og var komið fram við hann eins og konung í landinu.
Palmer tók sér góðan tíma í að árita treyjur og spjalla við unga aðdáendur en forsetisráðherra landsins var mættur til að taka á móti stjörnunni.
Myndir af þessu má sjá hér.