Todd Boehly, eigandi Chelsea, hefur mikið verið í umræðunni undanfarin ár en hann er ekki of vinsæll á meðal margra.
Stuðningsmenn Chelsea vilja margir meina að Boehly sé heilalaus þegar kemur að kaupstefnu félagsins og að hann sé að gera bara eitthvað í von um að það gangi upp.
Boehly hefur þó náð að vinna einhverja á sitt band eftir að Chelsea vann HM félagsliða um helgina.
Nú er Bandaríkjamaðurinn enn vinsælli eftir myndband sem birtist stuttu eftir úrslitaleikinn á sunnudag.
,,Meistaradeildin 2026,“ var öskrað að Boehly sem tók undir þessi ummæli og benti manninn sem lét þau falla.
Boehly er ákveðinn í að taka Chelsea enn lengra og er markmiðið að vinna sem flesta titla á næstu tveimur til þremur árum.
Myndbandið má sjá hér.
Todd Boehly says Champions League 2026 💪 pic.twitter.com/72X5vZd7gP
— Talk Chelsea (@talkchelsea) July 14, 2025