Steven Gerrard er orðinn afi í fyrsta sinn en dóttir hans Lilly-Ella eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum.
Lilly er 21 árs gömul en Gerrard átti frábæran feril sem leikmaður Liverpool. Hann hefur undanfarin ár verið að stýra liðum.
Lilly á barnið með Lee Bryne sem kemur úr þekktri glæpamannafjölskyldu og situr faðir hans nú í fangelsi.
Liam Byrne faðir Lee er í fangelsi fyrir vopnaburð og fyrir að hafa skotið úr byssu en hann er sagður stýra Byrne Organised Crime Group.
Eru þau sögð tengjast Kinahan gengingu sem er talið hættulegasta glæpagengi Írlands, hafa þessir aðilar verið tengdir við morð og fleira í þeim dúr.
Lilly og Byrne hafa verið par undanfarin ár og njóta nú lífsins, á meðan Gerrard getur verið að umgangast barnið er hinn afinn á bak við lás og slá.