Manchester United er tilbúið að lækka verðið á Jadon Sancho til að koma honum til Juventus, frá þessu er sagt á Ítalíu.
Sancho kom til Manchester United árið 2021 á 73 milljónir punda en félagið hefur viljað fá 25 milljónir punda fyrir hann.
Nú vill United taka lægra verð fyrir Sancho sem er 25 ára gamall og var á láni hjá Chelsea á síðustu leiktíð.
Juventus vill kaupa Sancho en nú er talið að United mun lækka verðið til að reyna að koma hlutunum í gegn.
Sancho sjálfur er klár í að fara til Juventus en bíður þess að félögin nái saman.