Manchester United er óvænt að skoða miðjumanninn Corentin Tolisso sem er samningsbundinn Lyon í Frakklandi.
Frá þessu greinir L’Equipe í Frakklandi en hann er samningsbundinn félaginu til ársins 2027.
Lyon er að glíma við fjárhagsvandræði og er opið fyrir því að hlusta á tilboð í leikmanninn sem er þrítugur að aldri.
Tolisso býr yfir mikilli reynslu en hann lék með aðalliði Lyon frá 2013 til 2017 og var svo seldur til Bayern Munchen og var þar í fimm ár.
Tolisso á að baki 28 landsleiki fyrir Frakkland en hann samdi aftur við Lyon fyrir þremur árum síðan.