Ekkert er að gerast í viðræðum Manchester United og Brentford vegna Bryan Mbeumo og eru félögin langt frá hvort öðru.
David Ornstein fjallar um hjá The Athletic og segir í raun ekkert hafa gerst síðustu vikurnar.
Félögin eru ekki sammála um verðið en Ornstein segir nokkrar milljónir punda vera á milli aðila.
Ornstein segir viðræður áfram í gangi en United hefur í margar vikur reynt að fá sóknarmanninn frá Kamerún.
Stuðningsmenn United eru að verða verulega pirraðir enda hefur félagið aðeins keypt Matheus Cunha og ekki selt einn einasta leikmann í sumar.