Haukar hafa gengið frá samningi við Rafal Stefán Daníelsson sem kemur til félagsins frá Gróttu.
Markvörðurinn er 23 ára gamall en hann hafði spilað með Gróttu síðustu ár en hefur ekki spilað á þessu tímabili.
Rafal var og er gríðarlegt efni en þegar hann var ungur að árum sýndi Liverpool honum áhuga.
Rafal fór í tvígang til reynslu hjá Liverpool en á þeim tíma var hann í herbúðum Fram.
Rafal ólst upp á Austurlandi en fór ungur að árum til Fram áður en hann fór í Þrótt Vogum og þaðan til Gróttu.
Hann mun nú ganga í raðir Hauka og samdi við félagið út þessa leiktíð en liðið leikur í 2. deild karla.