Zlatan Ibrahimovic, ein af mörgum goðsögnum knattspyrnunnar, verður andlit ‘Ultimate’ útgáfunar af EA FC 2026.
Þetta hefur EA Sports staðfest en búist er við að nýr leikur verði gefinn út í lok árs eða í september.
Zlatan átti frábæran feril sem leikmaður en er kominn yfir fertugt í dag og hefur lagt skóna á hilluna.
Myndin sem EA birti vekur athygli en þar er Zlatan að lesa bók um Ronaldo Nazario sem var hans fyrirmynd í æsku.
Þessi umtalaða ‘Ultimate’ útgáfa af leiknum kostar meira en sú venjulega en spilarar fá alls konar fríðindi með því að kaupa hana.
Hér má sjá færslu EA.
You asked. Zlatan is back.
Presenting your #FC26 Ultimate Edition Cover. See the full reveal July 16: https://t.co/5s9nHPPxcw pic.twitter.com/BsoYcqY7Vr
— EA SPORTS FC (@EASPORTSFC) July 14, 2025