Arsenal mun á næstu dögum reyna að fá Eberechi Eze kantman Crystal Palace. Talksport heldur þessu fram.
Arsenal er að kaupa Noni Madueke og Viktor Gyokeres í framlínu sína.
Þar á ekki að láta staðar numið og segir Talksport að Arsenal vilji fá Eze sem kostar 68 milljónir punda.
Eze er með klásúlu í samningi sínum hjá Palace en óvíst er hvort Arsenal geti borgað upphæðina eftir eyðslu sumarsins.
Eze er enskur landsliðsmaður sem hefur átt góð ár hjá Palace en hann er sagður vilja taka nýtt skref á ferlinum.