Ansi skondið atvik átti sér stað í beinni útsendingu Sky Sports um helgina þar sem blaðamaðurinn Alan Irwin fór yfir ákveðin mál.
Irwin var mættur á völlinn fyrir æfingaleik Nottingham Forest og Chesterfield á Englandi.
Irwin varð rennandi blautur í beinni útsendingu en vökvunarkerfi vallarins fór í gang á meðan hann ræddi við áhorfendur.
Að sjálfsögðu hafði blaðamaðurinn bara gaman að og varar fólk við því að vanda sig hvar það staðsetur sig á vellinum.
Myndband af þessu má sjá hér.
Alan Irwin got absolutely soaked as he prepared to go live at the SMH Group Stadium 😅 pic.twitter.com/hRGCde8aTS
— Sky Sports (@SkySports) July 12, 2025