Rio Ferdinand, goðsögn Manchester United, hefur skotið föstum skotum á þá stuðningsmenn Arsenal sem hafa látið ljót skilaboð falla í garð Noni Madueke.
Madueke verður að öllum líkindum leikmaður Arsenal næsta vetur og kemur til félagsins frá Chelsea fyrir um 55 milljónir punda.
Margir stuðningsmenn Arsenal hafa komið illa fram við Madueke á samskiptamiðlum eftir að fréttirnar bárust og vilja ekki sjá hann í treyju félagsins.
,,Varðandi Noni Madueke. Að 23 ára gamall ungur enskur fótboltamaður sé lagður í einelti og niðurlægður á þennan hátt.. Þið eigið að vera að fagna 55 milljóna punda félagaskiptum,“ sagði Ferdinans.
,,Já hann er ungur strákur sem dreymir um þessi félagaskipti og hvernig þessu hefur verið tekið er til háborinnar skammar.“
,,Setjið ykkur í hans spor í eina mínútu og ímyndið ykkur hvað hann hugsar. Ég vona innilega að þeir sem eru í hans innsta hring séu að sýna honum stuðning.“