Það er nýr El Hadji Diouf á leiðinni í enska boltann en margir muna eftir manni með sama nafn sem lék með Liverpool.
Þessi strákur ber nafnið El Hadji Malick Diouf en hann er landsliðsmaður Senegal og á að baki fjóra leiki.
Hann kemur til West Ham frá Slavia Prague í Tékklandi þar sem hann hefur leikið undanfarið ár.
Diouf er vinstri bakvörður eða vængbakvörður og var hjá Tromso í Noregi frá 2023 til 2024.
West Ham borgar 22 milljónir evra fyrir leikmanninn sem verður tilkynntur í þessari viku.