Viktor Gyokores er við það að skrifa undir samning við Arsenal en frá þessu greinir Fabrizio Romano.
Gyokores er ekki eini leikmaðurinn sem er á leið til Arsenal en Christian Mosquera er einnig að skrifa undir.
Mosquera er varnarmaður og kemur frá Valencia en Gyokores er framherji sem spilar með Sporting.
Romano bendir einnig á það að Arsenal sé að vinna í nýjum samningi fyrir Ethan Nwaneri sem verður samningslaus næsta sumar.
Fyrir utan þá tvo er Noni Madueke einnig að koma til félagsins frá Chelsea fyrir um 55 milljónir punda.