Alejandro Garnacho kantmaður Manchester United hefur hafnað því að ganga í raðir Al Nassr í Sádí Arabíu.
United vill losna við Garnacho í sumar en það virðist lítill áhugi á kröftum hans.
Garnacho er 21 árs gamall og vill fara til liðs innan Englands frekar en að fara til Sádí Arabíu.
Kantmaðurinn er frá Argentínu en hann og Ruben Amorim áttu ekki skap saman og sauð upp úr undir lok síðasta tímabils.
Sádarnir hefðu getað borgað Garnacho svakaleg laun en hann vill horfa í feril sinn til að byrja með.