Knattspyrnudeild Fylkis og Árni Freyr Guðnason hafa komist að samkomulagi um að Árni Freyr láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla frá og með deginum í dag, 14. júlí.
Árni tôk við fyrir tímabilið en liðið leikur í Lengjudeild.
Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis þakkar Árna Frey fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum góðs gengis í framtíðinni.
Knattspyrnudeild Fylkis hefur hafið leit að nýjum þjálfara meistaraflokks karla.