Darwin Nunez komst á blað fyrir lið Liverpool í dag sem spilaði við Preston í æfingaleik.
Liverpool vann 3-1 sigur en Nunez skoraði eitt af mörkum Liverpool og þeir Conor Bradley og Cody Gakpo komust einnig á blað.
Nunez skartaði nýrri hárgreiðslu í þessum leik og heiðraði einnig minningu vinar síns, Diogo Jota, eftir að hafa skorað.
Nunez fagnaði að hætti Jota sem lét lífið fyrr í mánuðinum í skelfilegu bílslysi ásamt bróður sínum.
Næsti leikur Liverpool er þann 26. júlí en liðið mætir þá AC Milan.