Roberto Firmino, fyrrum leikmaður Liverpool, er á leið til Katar og mun skrifa undir hjá liði Al Sadd.
Al Sadd var besta lið Katar í langan tíma og var þjálfað af Xavi sem tók síðar við Barcelona.
Firmino hefur spilað með Al Ahli í Sádi Arabíu undanfarin tvö ár en hann kom þangað frá Liverpool þar sem hann lék í átta ár.
Firmino bað um að fá að yfirgefa Al Ahli og fékk það samþykkt frá félaginu enda ekki einn af lykilmönnum liðsins.
Firmino er 33 ára gamall sóknarmaður en hann verður 34 ára gamall í október.