Benni McCarthy hefur tjáð sig um sína reynslu af Jadon Sancho en þeir unnu saman hjá Manchester United undir Erik ten Hag.
Ten Hag og Sancho náðu alls ekki saman sem varð til þess að sá síðarnefndi var lánaður til Chelsea á síðustu leiktíð.
Framtíð Sancho er enn óljós í dag en allar líkur eru á að hann verði ekki leikmaður United næsta vetur.
Ten Hag ásakaði Sancho um leti sem sá enski tók ekki vel í en McCarthy hafði þetta að segja um sína reynslu.
,,Þegar kemur að Erik þá tel ég að hann hafi viljað sjá Jadon upp á sitt besta á hverjum degi, mánudag til föstudags, engir frídagar,“ sagði McCarthy sem var í þjálfarateyminu.
,,Það er það sem þjálfarinn býst við frá sínum leikmönnum svo þetta er undir honum komið. Ef þú getur ekki gert það þá skaparðu vandamál og eftir það komu sú vandamál á yfirborðið.“
,,Ég hef ekkert illt að segja um Jadon, ég elskaði hann og hann var ótrúlegur. Ég vil ekki dæma fólk of mikið ef það heldur sig fyrir sig sjálft.“