Paul Parker, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur skotið föstum skotum á leikmann liðsins, Alejandro Garnacho.
Parker vill ekki sjá Argentínumanninn í treyju United næsta vetur og vonar innilega að hann verði seldur í sumar.
Parker segir að Garnacho bjóði upp á lítið sem ekkert fram á við og að hann sé alltof upptekinn af sjálfum sér frekar en því sem gengur á í liðinu.
,,Seljiði þennan strák. Hann þarf að fara annað, hann þarf að átta sig á hvað fótboltinn snýst um,“ sagði Parker.
,,Þetta er ekki golf og þú þarft aðra leikmenn í kringum þig. Hann þarf að horfa á sína eigin spilamennsku, það sem hann er frekar en það sem hann vill vera.“
,,Hann hefur meiri áhyggjur af því hvernig hann á að fagna mörkum frekar en að skora mörkin, hann er hörmulegur þegar kemur að því að skila mörkum eða stoðsendingum.“