Elías Már Ómarsson er orðinn leikmaður Meizhou Hakka en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag.
Elías hefur undanfarin ár spilað í Hollandi og gert vel en hann kemur til Kína á frjálsri sölu.
Athygli vekur að Elías gerir aðeins eins árs samning við Meizhou en ljóst að hann fær væna launahækkun með þessu skrefi.
Elías er þrítugur og hefur verið í atvinnumennsku í tíu ár en hann hóf feril sinn hjá Keflavík.
Hann á að baki níu landsleiki fyrir Ísland og var síðast hjá NAC Breda í Hollandi og fyrir það Nimes í Frakklandi.