Chelsea er að fá 25 milljónir punda frá Bournemouth sem er að festa kaup á markmanninum Djordje Petrovic.
Petrovic virðist eiga enga framtíð fyrir sér hjá Chelsea og spilaði með Strasbourg á lánssamningi í vetur.
Petrovic hefur samþykkt að gera fimm ára samning við Bournemouth og tekur við af Kepa Arrizabalaga sem var einmitt hjá félaginu á láni frá Chelsea.
Chelsea hefur gefið Petrovic grænt ljós á að ræða við Bournemouth og vill markvörðurinn á sama tíma komast burt.
Petrovic stóð sig vel með Strasbourg í vetur og var valinn leikmaður ársins hjá stuðningsmönnum félagsins.