Mike Maignan virðist vera ákveðinn í því að spila áfram með AC Milan og hefur hafnað því að ganga í raðir Galatasaray.
Þetta kemur fram í frétt DAZN en Maignan fékk tilboð frá tyrknenska félaginu sem Milan var tilbúið að samþykkja.
Milan vill ekki losna við franska landsliðsmarkvörðinn en hann á 12 mánuði eftir af samningi sínum og er óvíst hvort sá samningur verði framlengdur.
Chelsea sýndi leikmanninum áhuga fyrr í sumar en neitaði að borga það verð sem Milan vildi fá fyrir Maignan.
Maignan hafði víst engan áhuga á að skrifa undir í Tyrklandi og er útlit fyrir að hann verði áfram hjá Milan í vetur.