Ísak Snær Þorvaldsson hefur skrifað undir samning við Lyngby og mun spila þar út tímabilið.
Þetta var staðfest í dag en Ísak er samningsbundinn Rosenborg og er fyrrum leikmaður bæði ÍA og Breiðabliks.
Ísak var ekki í stóru hlutverki hjá Rosenborg sem samþykkti að lána sóknarmanninn til Lyngby sem er í næst efstu deild í Danmörku.
Danska deildin er ekki hafin en fer af stað eftir rúmlega viku og vonandi verður Ísak í stóru hlutverki hjá sínu nýja félagi.
Ísak er 24 ára gamall og var frábær fyrir Breiðablik síðasta sumar.