Steven Gerrard, goðsögn Liverpool, viðurkennir að hann hugsi enn um augnablik sem átti sér stað 2014 í leik gegn Chelsea.
Liverpool var á góðri leið með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn áður en liðið tapaði gegn Chelsea, 2-0.
Demba Ba skoraði annað mark Chelsea í leiknum en Gerrard þarf að taka á sig sökina eftir að hafa runnið og fallið til jarðar í öftustu víglínu.
Gerrard segir að það sé augnablikið sem ‘elti’ hann mest eftir ferilinn en hann er í dag knattspyrnuþjálfari.
Gerrard tókst aldrei að vinna ensku úrvalsdeildina með Liverpool en vann þó Meistaradeildina árið 2005.