Matheus Cunha, nýr leikmaður Manchester United, hefur tjáð sig um þann heiður að fá að klæðast treyju númer tíu hjá félaginu.
Marcus Rashford var síðasta tían hjá United en hann virðist vera á förum og er ekki með númer í dag.
Cunha kom til United frá Wolves í sumar og er búist við miklu af leikmanninum næsta vetur.
,,Já, vá. Þetta er eitthvað sem þig dreymir um, að klæðast treyju númer tíu,“ sagði Cunha.
,,Ég get nefnt marga leikmenn sem notuðu þetta númer, það væri auðvelt fyrir mig. Auðvitað hugsa ég fyrst um Wayne Rooney.“
,,Það er einhver sem ég ólst upp við að horfa á og ég hef horft á enn meira af honum í dag.“