Thiago Silva, fyrrum leikmaður Chelsea, fékk gjöf frá félaginu á þriðjudag fyrir leik gegn Fluminense á HM félagsliða.
Silva er í dag leikmaður Fluminense en hans menn töpuðu 2-0 og eru úr leik á mótinu.
Silva er mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna og leikmanna Chelsea en hann er fertugur í dag og á að baki frábæran feril.
Varnarmaðurinn fékk treyju Chelsea að gjöf fyrir upphafsflautið eins og má sjá í myndbandinu fyrir neðan.
Þess má geta að Trevoh Chalobah, leikmaður Chelsea, fékk treyju Silva eftir leik en þeir félagar skiptust á treyjum.
A gift to Thiago Silva. 🫶 pic.twitter.com/83ozNiBGkr
— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 9, 2025