Samningi Jordan Henderson hefur verið rift við Ajax, komust aðilar að samkomulagi um þetta.
Ajax hefur viljað losna við launapakka Henderson og vildi losna við hann í janúar en það án árangurs.
Sky Sports segir að Sunderland vilji fá Henderson heim en um er að ræða uppeldisfélag Henderson.
Henderson er 35 ára gamall en hann var lengi vel fyrirliði Liverpool áður en hann fór til Sádí Arabíu.
Hann stoppaði stutt í Sádí Arabíu áður en hann fór til Ajax þar sem hann var í átján mánuði.
Sunderland er aftur komið upp í ensku úrvalsdeildina og er félagið stórhuga og hefur verslað nokkra leikmenn í upphafi sumars.