fbpx
Föstudagur 13.júní 2025
433Sport

Lengjudeildin: Tvö lið enn taplaus eftir sjö umferðir – Fjölnismenn í miklu brasi

Victor Pálsson
Mánudaginn 9. júní 2025 21:26

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur/ Mynd: Viðburðastofa Vestfjarða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö lið eru enn taplaus í Lengjudeild karla en heil umferð var spiluð í dag og var nóg um að vera í þeim viðureignum.

ÍR er enn á toppnum með 15 stig eftir sjö leiki en liðið mætti Þór Akureyri og gerði 1-1 jafntefli þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft.

ÍR tók forystuna snemma leiks eða á 18. mínútu en stuttu eftir það fékk Marc McAusland beint rautt spjald og voru gestirnir manni færri í um 70 mínútur.

Þórsurum tókst að jafna á 73. mínútu en endaði leikinn einnig manni færri eftir rauða spjald Orra Sigurjónssonar stuttu eftir að hafa jafnað.

Njarðvík er að sama skapi taplaust eftir 2-2 jafntefli við Þrótt en það fyrrnefnda er í öðru sætinu með 13 stig – Þróttur er í því fimmta með 11.

Það gengur afskaplega illa hjá Fjölnismönnum sem fékk Selfoss í heimsókn en gestirnir unnu þann leik 0-2 og eru heimamenn á botninum án sigurs eftir sjö leiki.

Keflavík og Fylkir gerðu þá 1-1 jafntefli, Leiknir vann Völsung 3-1 og Grindavík hafði betur gegn HK, 2-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rashford í orðaskiptum við netverja eftir að hafa birt mynd af sér þar sem hann sagðist vera glaður

Rashford í orðaskiptum við netverja eftir að hafa birt mynd af sér þar sem hann sagðist vera glaður
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svartnætti þegar þeir ræddu stöðu landsliðsins – „Þeir fara í hópferð sem áhorfendur ef þetta verður svona“

Svartnætti þegar þeir ræddu stöðu landsliðsins – „Þeir fara í hópferð sem áhorfendur ef þetta verður svona“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kópavogsbúum boðið á sögulegan leik í kvennaboltanum í kvöld

Kópavogsbúum boðið á sögulegan leik í kvennaboltanum í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

EM hófst í gær og meistararnir stíga á svið í dag

EM hófst í gær og meistararnir stíga á svið í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Staðfesta komu De Bruyne
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester United staðfestir kaupin

Manchester United staðfestir kaupin