fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
433Sport

Gyokores sendir stutt skilaboð eftir sögusagnirnar

Victor Pálsson
Laugardaginn 14. júní 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Gyokores hefur tjáð sig um eigin framtíð en hann er orðaður við nánast öll stórlið í Evrópu þessa stundina.

Al-Hilal í Sádi Arabíu er einnig orðað við framherjann en hann ku ekki hafa áhuga á að færa sig þangað.

Um er að ræða sóknarmann Sporting Lisbon sem verður ekki leikmaður liðsins næsta vetur og mun líklega leika á Spáni eða á Englandi.

Talað hefur verið um að samband Gyokores við Sporting sé ónýtt og að forseti félagsins hafi ekki virt heiðursmanna samkomulag um að Svíinn mætti fara fyrir 70 milljónir evra í sumar.

Gyokores hefur nú tjáð sig um allt það fíaskó sem er í gangi og sendi frá sér stutt skilaboð á Instagram.

,,Það er mikið talað um mig þessa stundina og þetta eru mest megnis lygar. Ég mun tjá mig almennilega á réttum tímapunkti,“ sagði Gyokores.

Framherjinn er 27 ára gamall og skoraði 54 mörk og lagði upp önnur 13 í 52 leikjum á tímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Holding færir sig nær Sveindísi

Holding færir sig nær Sveindísi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sádarnir vilja stórstjörnuna

Sádarnir vilja stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Staðfesta komu Xhaka
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho
433Sport
Í gær

Högg í maga United

Högg í maga United