fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
433Sport

Kópavogsbúum boðið á sögulegan leik í kvennaboltanum í kvöld

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. júní 2025 15:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik og HK mætast í 8- liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld, fimmtudaginn 12.júní. Leikurinn er sögulegur þar sem Kópavogsliðin, Breiðablik og HK, mætast í fyrsta skipti í meistaraflokki kvenna.

Í tilefni tímamótanna og 70 ára afmælisárs Kópavogsbæjar er Kópavogsbúum boðið á leikinn og eru allir íbúar hvattir til að fjölmenna á leikinn og styðja við stelpurnar.

„Kvennafótboltinn hefur alltaf verið mjög sterkur í Kópavogi og við viljum að sjálfsögðu fagna þessum tímamótum með Kópavogsbúum þegar HK og Breiðablik mætast í fyrsta sinn í meistaraflokki. Þá styttist í EM kvenna í fótbolta og stærsta fótboltamót sumarsins á Íslandi, Símamótið, þegar stelpur um allt land mætast í Kópavogi um miðjan júlí. Við viljum styðja við stelpur í fótbolta og teljum því tilvalið að nýta tækifærið nú þegar Kópavogsliðin eru að mætast í bikarúrslitum. Ég vona að sem flestir Kópavogsbúar mæti á Kópavogsvöll og styðji sitt lið – já eða bara bæði Kópavogsliðin.“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri.

Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst klukkan 20.00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Holding færir sig nær Sveindísi

Holding færir sig nær Sveindísi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sádarnir vilja stórstjörnuna

Sádarnir vilja stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Staðfesta komu Xhaka
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho
433Sport
Í gær

Högg í maga United

Högg í maga United