fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu myndband af ótrúlegu athæfi – Földu sig inn á salerni í 27 tíma

433
Þriðjudaginn 10. júní 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir belgískir knattspyrnuáhugamenn földu sig inni á salerni Allianz-leikvangsins í Munchen á dögunum til að sjá úrslitaleik Meistaradeildarinnar endurgjaldslaust.

Mennirnir sem um ræðir eru Neal Remmerie og Senne Haverbeke. Birtu þeir myndband af því hvernig þeir fóru af á samfélagsmiðla sína, eins og sjá má hér neðar.

Þeir komust inn á leikvanginn daginn fyrir leikinn, héldu inn á sitt hvorn salernisbásinn og dvöldu þar í 27 klukkustundir. Komu þeir fyrir skiltum sem á sagði að básarnir væru ekki í notkun vegna bilunar.

„Við vorum með mat í töskunni okkar og síminn stytti okkur stundir. Ljósin voru kveikt allan tímann og líkamsstaða okkar var ekki þægileg,“ sagði Remmerie.

Þegar þeir heyrðu að stuðningsmenn PSG og Inter, sem áttust við í leiknum, voru mættir drifu þeir sig út. Þurftu þeir að komast framhjá einni öryggisgæslu enn, miðalausir. Það hafðist.

„Við fylgdumst vel með því hvaða öryggisvörður fylgdist minnst með,“ sagði Remmerie.

Sátu þeir félagar svo með stuðningsmönnum PSG á leiknum og var gleðin mikil, enda vann liðið 5-0.

@neal_senne Inbreken Champions League Finale ⚽️🏆 #fyp #foryou #fy #voorjou #belgium #belgie #viral #nederland #netherlands #championsleague ♬ origineel geluid – Neal & Senne

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íslenskt teymi í Belfast

Íslenskt teymi í Belfast
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti flutt aftur til Birmingham í janúar

Gæti flutt aftur til Birmingham í janúar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“
433Sport
Í gær

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina
433Sport
Í gær

Mancini að taka að sér áhugavert starf

Mancini að taka að sér áhugavert starf