fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Arnar hreinskilinn um frammistöðu Íslands – „Það er eitthvað sem við þurfum að leggja áherslu á“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. júní 2025 21:23

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var að vonum svekktur með 1-0 tap gegn Norður-Írum í vináttulandsleik í kvöld.

„Mér fannst of mikið af tæknifeilum hjá okkur. Við vorum með léleg touch og leikurinn of hægur fyrir menn smekk. Við getum ekki bara haldið boltanum til að elta einhverja tölfræði. Við verðum að vera áræðnir,“ sagði Arnar við Stöð 2 Sport eftir leik.

Ísland var betri aðilinn framan af en mark Norður-Íra undir lok fyrri hálfleiks, eftir mistök Arnórs Ingva Traustasonar, gaf þeim mikið.

„Mér leið eftir 25 mínútur eins og við myndum vinna þennan leik svona 0-2. Mér fannst þeir vera pirraðir og vera farnir að hlaupa í hringi. En svo fá þeir þessa innspýtingu,“ sagði Arnar.

Ísland vann Skota 1-3 fyrir helgi og nú tekur við undankeppni HM í haust. Arnar getur heilt yfir verið nokkuð sáttur við þennan glugga.

„Strúkturinn var góður, pressan í báðum leikjum var frábær, við höfum náð að stjórna leikjum ágætlega með boltann en það sem stingur í stúf er hvað við fáum rosalega fá færi. Það er eitthvað sem við þurfum að leggja áherslu á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota