Íslenska kvennalandsliðið fer á sitt fimmta Evrópumót í röð í sumar. PUMA framleiðir sérstakar treyjur sem liðið mun spila í á mótinu, í stað hefðbundinna varabúninga.
Treyjan er sérhönnuð fyrir íslenska landsliðið. Hönnuðir PUMA sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna og flæði jökuláa landsins. Það er vonandi að sú orka skili okkur langt á mótinu.
Treyjurnar eru að nær öllu leyti úr endurunnu hráefni. EM-treyjurnar eru væntanlegar í sölu á fyririsland.is og í allar helstu verslanir í lok maí mánaðar. Mjög takmarkað magn verður í sölu hér innanlands.
Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til að tryggja sér eintak af þessari einstöku treyju.