Manchester United ætlar að fá framherja í sumar og nú er nokkuð óvænt nafn nefnt til leiks, Moise Kean framherji Fiorentina er nefndur til sögunnar.
Kean þekkir til á Englandi en hann var í herbúðum Everton en fann sig ekki. Hann var hjá félaginu frá 2019 til 2013 en var lánaður til PSG og fleiri liða þar á meðan.
Kean var mikil barnastjarna á Ítalíu en eftir nokkuð erfið ár hefur hann náð flugi hjá Fiorentina. Kean er 25 ára gamall í dag.
Hægt er að kaupa Kean á 43 milljónir punda í sumar en hann er á lista ásamt Viktor Gyökeres, Liam Delap og Victor Osimhen.
Ruben Amorim hefur litla trú á Rasmus Hojlund og Josuha Zirkzee og vill því ólmur sækja sér framherja í sumar.