Florian Wirtz hefur samkvæmt þýska blaðinu Bild ákveðið að ganga í raðir FC Bayern í sumar.
Wirtz er 22 ára gamall en bæði Real Madrid og Manchester City hafa sýnt honum áhuga.
Wirtz á að hafa tjáð Leverkusen þá ákvörðun sína að hann vilji til Bayern í sumar.
Þýski landsliðsmaðurinn er sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu sína.
Xabi Alonso þjálfari Leverkusen er líklegur til að taka við Real Madrid í sumar og hefði viljað fá Wirtz með sér, að því verður líklega ekki.