Marc-Andre ter Stegen fær ekki að halda sæti sínu í byrjunarliði Barcelona fyrir leik gegn Inter Milan í vikunni.
Um er að ræða seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leiknum lauk með 3-3 jafntefli á Spáni.
Ter Stegen átti fínasta leik í marki Barcelona í gær er liðið vann 2-1 útisigur á Valladolid í efstu deild.
Hansi Flick, stjóri Barcelona, hefur þó staðfest að Wojciech Szczezny verði í markinu eftir að hafa staðið sig vel á síðustu vikum.
,,Szczesny mun spila í Meistaradeildinni gegn Inter og líka gegn Real Madrid,“ sagði Flick.
,,Ég er ánægður með að Ter Stegen sé mættur aftur en ég hef tekið þessa ákvörðun.“