Luis Enrique gerði tíu breytingar á liði Paris Saint-Germain í gær er liðið mætti Strasbourg í Frakklandi.
PSG tapaði þarna sínum öðrum deildarleik á tímabilinu en liðið er búið að tryggja sér meistaratitilinn.
Strasbourg vann 2-1 sigur gegn í raun varaliði PSG en Joao Neves var sá eini sem byrjaði sem byrjaði einnig gegn Arsenal í Meistaradeildinni í vikunni.
Það sama má ekki segja um Arsenal sem tapaði 1-2 gegn Bournemouth og tefldi fram sínu sterkasta liði fyrir seinni lekinn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudag.
Allar helstu stjörnur PSG komu ekki við sögu í þessum leik og voru margir lykilmenn ekki í hóp í tapinu.
PSG vann fyrri leikinn gegn Arsenal 0-1 á útivelli og er því í mjög góðum málum fyrir heimaleikinn í París.