Jeremie Boga, fyrrum efni Chelsea, segir að hann hafi ekki verið verri leikmaður en Eden Hazard er þeir spiluðu saman hjá félaginu.
Boga var seldur frá Chelsea árið 2018 fyrir 2,5 milljónir punda til Sassuolo en er í dag leikmaður Nice í Frakklandi.
Boga er 28 ára gamall og var gríðarlega efnilegur á sínum tíma en fékk aðeins eitt tækifæri með Chelsea í efstu deild.
,,Af og til þá velti ég því fyrir mér hvort ég hefði átt að bíða lengur eftir tækifærinu hjá Chelsea,“ sagði Boga.
,,Ég þurfti að fá að spila en ég var á eftir Pedro, Hazard og Willian í röðinni, tækifærin voru engin. Þeir voru ekki betri leikmenn en ég, þeir fengu bara að spila.“
,,Ég sé svosem ekki eftir neinu á þessum tíma en stjórinn [Antonio Conte] talaði lítið sem ekkert við mig. Samband okkar var ekki svo gott.“