Harry Kane var svo sannarlega tilbúinn að fagna sigri Bayern Munchen í deildinni í Þýskalandi í gær er liðið mætti RB Leipzig.
Kane var í stúkunni í þessum leik vegna leikbanns en undir lok leiks þá færði hann sig á hliðarlínuna.
Leroy Sane kom Bayern í 3-2 á 83. mínútu sem hefði dugað til sigurs en Leipzig jafnaði svo metin á 95. mínútu sem verður til þess að Bayern þarf að bíða lengur.
Bayern er á toppi deildarinnar með 76 stig en sæti neðar er Bayer Leverkusen með 67 stig og á leik til góða.
Næsti leikur Bayern er gegn Borussia Monchengladbach þar sem Kane og hans menn fá líklega að fagna titlinum.
Kane bíður enn eftir sínum fyrsta deildarmeistaratitli en hann spilaði allan sinn feril með Tottenham fyrir komuna til Þýskalands.
Harry Kane coming down from the stands celebrating only to watch Bayern concede in the last minute from the touchline and not win the Bundesliga is the most Harry Kane thing imaginable pic.twitter.com/FdUUaHldW4
— ODDSbible (@ODDSbible) May 3, 2025