Chelsea 3 – 1 Liverpool
1-0 Enzo Fernandez(‘3)
1-1 Jarell Quansah(’56, sjálfsmark)
2-1 Virgil van Dijk(’85)
3-1 Cole Palmer(’96, víti)
Chelsea vann dýrmætan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið fékk meistara Liverpool í heimsókn.
Liverpool er búið að vinna titilinn og tapaði 3-1 í London sem skiptir þá bláklæddu miklu máli.
Chelsea er í harðri Meistaradeildarbaráttu og er í fimmta sæti deildarinnar með 63 stig, líkt og Newcastle.
Næsti leikur Chelsea er einmitt gegn Newcastle á útivelli og verður mikið undir í þeirri viðureign.
Cole Palmer komst loksins á blað fyrir Chelsea en hann skoraði úr vítaspyrnu undir lok leiks.